Thursday, July 22, 2004

Eina konan í dragt í fjarkanum.

Ég er búin að vera ein heima síðan á þriðjudaginn og bíllaus í ofaná lag.  Því hef ég þurft að reiða mig á leið 4 til að bera mig í og úr vinnu.  Manni líður auðvitað hálf kjánalega og overdressed í dragt og pinnahælum í strætó kl. 8 á morgnanna en djö.. er þetta þægilegt, að láta rúnta svona með sig.

Ég skellti mér annars í útilegu um síðustu helgi.  Við Skátinn og fjölskyldan hans brugðum okkur á Snæfellsnesið en þangað hafði ég aldrei komið, fyrir utan Stykkishólm eða Stykkilshólm eins og ég hef löngum kallað bæinn.   Veðrið hreinlega lék við okkur og ég gat lítið kvartað, nema auðvitað undan röðinni á klósettið á tjaldsvæðinu.

Um helgina er planið svo að skreppa á Hvanneyri og borða nokkra borgara með matarklúbbnum.  Síðan er það bara sweet Gautaborg á fimmtudaginn.

Já sumarið er tíminn.

Wednesday, July 07, 2004

Ble

Nennekki að standíessu

Er annars að fara til Sverge um versló. Halló Gautaborg með Gunni vinkonu.

Thursday, July 01, 2004

My TV is broken

Arg Sjónvarpið mitt er svart. Ég held að það sé komið í verkfall. Helv. það er ekki nema tveggja ára gamalt. Hvað á ég að gera án þess??

Wednesday, June 30, 2004

Æi ég er svooooo þreytt

Það getur verið mjög erfitt að vera nýútskrifaður lögfræðngur. Ég er allavega alveg dauð núna eftir glímu dagsins. Held bara að ég fleygi mér í bólið. Shitt hvað mig vantar stafsetningarorðabók.

Monday, June 28, 2004

Lífsgæðakapphlaupið hefur heltekið mig

Ég er byrjuð að safna stelli og er að spá í hnífapör og glös. Svo er ég líka að spá í að sleppa því að eiga börn svo ég hafi efni á risastórum jeppa og húsi við Hafravatn, sumarhús á Stokkseyri,Ítalíu, Svíþjóð og Brasilíu.

Mér finnst bara ekkert að því að vera heltekin af efnishyggju. Það er hvort sem er enginn tilgangur með jarðlífi hér svo afhverju ekki að lifa bara í núinu með öll helstu og bestu nútímaþægindi í kringum sig.

Sunday, June 27, 2004

Kötturinn Askur

Borðaði aftur á móti sitt fyrsta jarðaber um helgina og líkaði vel.

Annars er Askur litli að misnota stóra bróður kynferðislega við hvert tækifæri. Greyið Fidel. Askur er næstum búin að sleikja á hann gat og þæfa svo á honum hárin á maganum að það hafa myndast ´þar litlir dúskar.

Kötturinn Fidel

Veiddi sína fyrstu flugu í dag og át hana. Drengurinn rendi flugunni ljúflega niður og mjálmaði.

Ég hafði það bara kósý í dag, las bók og horfði á Friends. Nú er það Danmörk v. Tékkland meðan ég geng frá þvottinum. Best að kíkja aðeins nánar á Friends meðan ég strauja lögfræðingabúninginn.